Ferðaþjónstufyrirtækið Go Campers hagnaðist um 224 milljónir króna á síðasta ári en árið áður nam hagnaður 103 milljónum. Tekjur félagsins námu 786 milljónum árið 2022 en 348 milljónum árið áður.
Eignir félagsins í árslok námu 658 milljónum króna og bókfært eigið fé var 382 milljónir.
Framkvæmdastjóri félagsins er Benedikt Helgason en hann á helmingshlut í félaginu á móti stjórnarformanninum Steinari Lár. Félagið greiddi 45 milljónir króna í arð árið 2022 en stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa í ár.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði