Góð samskipti, ráðgjafafélag Andrésar Jónssonar, hagnaðist um 20 milljónir króna á síðasta ári eftir að hafa tapað 3 milljónum árið áður.

Rekstrartekjur námu 108 milljónum króna og nærri tvöfölduðust frá fyrra ári. Eignir félagsins námu 32 milljónum króna í lok síðasta árs og eigið fé 17 milljónum.

Laun og launatengd gjöld námu 61 milljón króna og jókst um 25 milljónir frá fyrra ári en meðalstarfsmannafjöldi var 5 bæði árin.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.