Verð á framvirkum samningum hefur hækkað um tæplega 0,5% í morgun og stendur nú í 2.013 dölum á únsu‏. Gullverð var síðast hærra um miðjan maí síðastliðinn.

Verð á framvirkum samningum hefur hækkað um tæplega 0,5% í morgun og stendur nú í 2.013 dölum á únsu‏. Gullverð var síðast hærra um miðjan maí síðastliðinn.

Í umfjöllun Financial Times segir að hækkunina megi m.a. rekja til væntinga um að Seðlabanki Bandaríkjanna hafi lokið vaxtahækkunarferli sínu. Jafnframt hafi veiking Bandaríkjadalsins í mánuðinum stutt við verð á gulli.

Fjárfestar bíða nú eftir uppfærðum hagvaxtartölum fyrir þriðja ársfjórðung í sem og Bandaríkjunum ásamt nýjum tölum í verðvísitölu neysluútgjalda (e. personal consumption expenditure), sem bandaríski seðlabankinn horfir í ríkum mæli til.