Marel skilaði 31 milljónar evra hagnaði eftir skatta, eða sem nemur um 4,6 milljörðum króna, á árinu 2023. Til samanburðar hagnaðist félagið um 58,7 milljónir evra eða um 8,4 milljarða króna árið 2022. Ársuppgjör félagsins var birt eftir lokun Kauphallarinnar.

Stjórn Marels leggur til að greiddar verða út 6,2 milljónir evra í arð eða um 920 milljónir króna, að því er kemur fram í afkomutilkynningu félagsins. Félagið greiddi til samanburðar út 11,7 milljónir evra í arð í fyrra.

Marel skilaði 31 milljónar evra hagnaði eftir skatta, eða sem nemur um 4,6 milljörðum króna, á árinu 2023. Til samanburðar hagnaðist félagið um 58,7 milljónir evra eða um 8,4 milljarða króna árið 2022. Ársuppgjör félagsins var birt eftir lokun Kauphallarinnar.

Stjórn Marels leggur til að greiddar verða út 6,2 milljónir evra í arð eða um 920 milljónir króna, að því er kemur fram í afkomutilkynningu félagsins. Félagið greiddi til samanburðar út 11,7 milljónir evra í arð í fyrra.

Tekjur Marels jukust um 0,7% milli ára og námu 1,7 milljörðum evra eða um 257 milljörðum króna árið 2023. EBIT-hagnaður af tekjum ársins var 8,9% samanborið við 9,6% árið áður.

Pantanir námu 1,6 milljörðum evra í fyrra eða um 243 milljörðum króna. Pantanabók Marels stóð í 580 milljónum evra, eða í 87 milljörðum króna, en til samanburðar stóð hún í 675 milljónum evra ári áður.

Skuldahlutfall (nettó skuldir/EBITDA) Marels var 3,45x í lok desember en félagið hefur stefnt að því að koma hlutfallinu niður á bilið 2,0-3,0x eftir kaupin Wenger árið 2022. Það hefur gengið talsvert hægar að lækka hlutfallið eftir kaupin heldur en stjórnendur Marels vonuðust eftir.

Í afkomutilkynningunni segir að lausafjárstaða félagsins sé sterk og svigrúm í lánaskilmálum sé ríflegt fyrir árið 2024. Mikill bati hafi náðst hvað sjóðstreymi félagsins varðar á síðasta fjórðungi, einkum vegna minni fjárbindingar í hreinum veltufjármunum.

Tekjur Marels á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 448 milljónum evra, sem samsvarar 8,4% samdrætti frá sama tímabili í fyrra. Pantanir í fjórðungnum jukust hins vegar 12,8% milli ára og námu 466,4 milljónum evra.

EBIT-framlegð félagsins á fjórða ársfjórðungi var 9,6% sem er aukning milli mánaða en nokkuð lægra en á fjórða ársfjórðungi 2022 þegar hlutfallið var 12,4%.

Bætt EBIT-hlutfall milli þriðja og fjórða ársfjórðungs er rakið til sterks fjórðungs í plöntupróteinum og fóðri fyrir fiskeldi og gæludýr sem og sterka afkomu í kjúklingaiðnaði á meðan framlegð í fisk- og kjötiðnuðum var undir væntingum.

Tekjur og EBIT-framlegð eftir tekjustoðum Marels á síðustu tveimur árum.

Búast við hóflegum vexti í ár – fyrsti fjórðungur þungur

Stjórnendur Marels gera ráð fyrir hóflegum vexti (e. low single digit growth) í ár og að EBIT-framlegð verði á bilinu 10-11% en til samanburðar stefnir félagið á yfir 14% EBIT-framlegð til meðallangs tíma. Jafnframt segir í tilkynningunni að til meðallangs tíma sé reiknað með að tekjur félagsins muni vaxa hraðar en markaðurinn.

„Litið fram á veginn þá reiknum við með hóflegum vexti á árinu, þó fyrsti ársfjórðungur verði þungur. Eitt af mínum fyrstu skrefum sem forstjóri var að yfirfara og álagsprófa áætlanir félagsins og tryggja að við tökum rétt skref til að ná markmiðum okkar,“ segir Árni Sigurðsson, sem var formlega ráðinn forstjóri Marels í lok síðasta árs.

„Á grundvelli þeirrar vinnu setjum við nú fram ný markmið til meðallangs tíma sem miða að því að bæta fjárhagsstöðu og arðsemi svo við getum vaxið hraðar en markaðurinn og skilað árangri sem endurspeglar undirliggjandi getu og styrk félagsins.“