Hagnaður Skaga sam­stæðunnar nam 136 milljónum króna á fyrsta árs­fjórðungi, sem er um 41% sam­dráttur á milli ára þegar hagnaður sam­stæðunnar nam 229 milljónir.

Í árs­hluta­upp­gjöri fé­lagsins segir fé­lagið að fjár­festingar­eignir séu að skila góðum fjár­festingar­tekjum en fjár­magns­liðir hækka milli ára sem skýrir lægri af­komu í saman­burði við fyrsta árs­fjórðung á síðasta ári.

Arð­semi eigin fjár var 2,6% á árs­grund­velli sem er lækkun úr 5,5% á sama tíma­bili í fyrra.

Hagnaður Skaga sam­stæðunnar nam 136 milljónum króna á fyrsta árs­fjórðungi, sem er um 41% sam­dráttur á milli ára þegar hagnaður sam­stæðunnar nam 229 milljónir.

Í árs­hluta­upp­gjöri fé­lagsins segir fé­lagið að fjár­festingar­eignir séu að skila góðum fjár­festingar­tekjum en fjár­magns­liðir hækka milli ára sem skýrir lægri af­komu í saman­burði við fyrsta árs­fjórðung á síðasta ári.

Arð­semi eigin fjár var 2,6% á árs­grund­velli sem er lækkun úr 5,5% á sama tíma­bili í fyrra.

Tekjur af tryggingar­starf­semi jukust um 9,9% á milli ára. Tekjuvöxtur í líf- og sjúkdómatryggingum nam 16,3% vexti milli ára.

Sam­sett hlut­fall á fjórðungnum 103,6% en var 110,5% í fyrra. Fé­lagið gerir þó á­fram ráð fyrir að ná mark­miði um 95% sam­sett hlut­fall fyrir árið 2024.

Sú stærð sem helst er horft til í trygginga­rekstri er sam­sett hlut­fall, sem sýnir hlut­fall kostnaðar af ið­gjöldum, en um er að ræða að­ferð sem sýnir hvernig rekstur vá­trygginga­hluta trygginga­fé­laga gengur.

Ef hlut­fallið er 100% duga ið­gjöld til­tekins tíma­bils fyrir öllum gjöldum sama tíma­bils en ef hlut­fallið er yfir 100% standa ið­gjöld ekki undir kostnaði og tap er af vá­trygginga­rekstrinum.

Af­koma af vá­tryggingar­samningum Skaga var nei­kvæð um 243 milljónir króna á fyrsta fjórðungi. Hreinar tekjur í fjár­mála­starf­semi vaxa um­tals­vert og námu 626 milljónum.

„Upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs hjá sam­stæðunni er heilt yfir gott. Fjár­mála- og trygginga­starf­semi skilaði af­komu um­fram á­ætlanir og árið fer því vel af stað. Eftir við­snúning í trygginga­rekstrinum á síðasta ári sjáum við á­fram­haldandi já­kvæða þróun inn í 2024 með góðum ið­gjalda­vexti og lækkandi kostnaði. Það er því góður gangur í trygginga­starf­seminni með tæp­lega 10% tekju­vöxt á milli ára og á­nægju­legt er að sjá metaukningu í sölu á líf- og sjúk­dóma­tryggingum annan árs­fjórðunginn í röð. Á­vöxtun á eigna­safni VÍS var 2,2%, sem er um­fram við­mið,” segir Haraldur Þórðar­son, for­stjóri Skaga.

Með um 121 milljarð í stýringu

Eignir í stýringu hjá Skaga námu 121 milljarði króna í lok fjórðungsins og nam af­koma í fjár­mála­starf­semi 90 milljónum króna fyrir skatta.

„Tekjur af fjár­mála­starf­semi Fossa og SIV námu 626 milljónum og eru um­fram á­ætlun á fjórðungnum. Eignir í stýringu (e. AuM) námu 121 milljarði króna. Góður taktur var á öllum tekju­sviðum bankans og það er í sam­ræmi við mark­mið um að byggja upp dreifðari tekju­stoðir,“ segir Haraldur.

„Mikil­vægur á­fangi náðist þegar bankinn gaf út sinn fyrsta skráða víxil í Kaup­höll á grund­velli nýrrar grunn­lýsingar bankans. Bankinn flutti svo höfuð­stöðvar sínar í Ár­múla þrjú í byrjun árs og nú er öll sam­stæðan undir sama þaki. Þetta var því sterkur fjórðungur hjá Fossum fjár­festingar­banka,” bætir hann við.

Horfur fyrir árið 2024 eru ó­breyttar:

  • Trygginga­starf­semi: Sam­sett hlut­fall verði á bilinu 94% – 97%. Mark­mið <95%.
  • Fjár­mála­starf­semi: Hreinar fjár­mála­tekjur nemi á bilinu 1.900 – 2.600 m.kr. Mark­mið >2.200 m.kr.
  • Fjár­festingar­tekjur: Á­ætluð á­vöxtun fjár­festingar­eigna á árinu er 11% en það er byggt á for­sendum miðað við vaxta­stig í upp­hafi árs og fjár­festingar­stefnu.4