Víkurverk hagnaðist um 183 milljónir króna á síðasta ári í samanburði við 82 milljóna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins jukust um 6% á milli ára. Heildareignir jukust um 300 milljónir á milli ára og námu um 900 milljónum í árslok.
Eigið fé var jákvætt um 447 milljónir, en stjórn leggur til að ekki verði greiddur arður á árinu 2022 vegna ársins 2021. Arnar Barðdal á 100% hlut í Víkurverki og er auk þess forstjóri félagsins.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.