Happdrætti háskólans (HHÍ) hagnaðist um 1,4 milljarða króna árið 2021. Til samanburðar nam hagnaðurinn rúmum milljarði króna árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.
HHÍ, sem er í eigu Háskóla Íslands, rekur flokkahappdrætti, skjávélahappdrætti undir heitinu Gullnáman og skafmiðahappdrætti undir heitinu Happaþrennan. Hagnaði HHÍ er ráðstafað til að reisa byggingar á vegum Háskóla Íslands, viðhalda þeim og til tækjakaupa.
Hreinar happdrættistekjur félagsins námu 2,7 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 2,1 milljarða árið áður. Því er hagnaðarhlutfall félagsins 52%. Eigið fé félagsins nam 3,5 milljörðum í lok árs 2021 og nam arðsemi eigin fjár 40% á árinu.
Í skýrslu stjórnar segir að skilgreint hlutverk HHÍ sé að veita fólki upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan ávinning. HHÍ geri það með ábyrgum hætti í sátt við samfélagið í þeim tilgangi að styðja við uppbyggingu Háskóla Íslands, að því er kemur fram í skýrslunni.
Happdrætti háskólans
2020 |
---|
2.144 |
3.031 |
231 |
1.026 |