Uppgjör Uber fyrir þriðja ársfjórðung sýnir glögglega að starfsemin er enn að vaxa hratt. Bókunartekjur fyrirtækisins námu 35,3 milljörðum dollara og jukust um 21% milli ára.

Fjöldi ferða jókst um 25% milli ára og nam 2,4 milljörðum eða um það bil 27 milljónir ferða á dag. Fjöldi virkra notenda jókst um 15%.

Uppgjör Uber fyrir þriðja ársfjórðung sýnir glögglega að starfsemin er enn að vaxa hratt. Bókunartekjur fyrirtækisins námu 35,3 milljörðum dollara og jukust um 21% milli ára.

Fjöldi ferða jókst um 25% milli ára og nam 2,4 milljörðum eða um það bil 27 milljónir ferða á dag. Fjöldi virkra notenda jókst um 15%.

Rekstrarhagnaður tvöfaldaðist

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIT) nam 1,1 milljarði og ríflega tvöfaldaðist milli ára. EBIT sem hlutfall af tekjum fór úr 1,8% í 3,1% milli ára. Frjálst sjóðstreymi frá rekstri jókst um 153% milli ára og nam 905 milljónum.

„Kjarnastarfsemi Uber hefur aldrei verið sterkari á sama tíma og við förum inn í það tímabil þar sem eftirspurnin eftir okkur er hvað mest,“ sagði Dara Kjosrowshahi, forstjóri fyrirtækisins.