Melkorka Ólafsdóttir hóf störf sem verkefnastjóri tónlistar í Hörpu nú um mánaðamótin. Melkorka hefur lengst af starfað sem flautuleikari og hefur mjög víðtækan og fjölbreyttan tónlistarferil að baki. Hún lýkur námi í viðskiptafræði frá Edinburgh Business School í vor.
Melkorka hefur farið víða undanfarinn áratug. „Ég hef flutt milli landa á tveggja ára fresti síðustu tíu ár,“ segir hún í samtali við Viðskiptablaðið. Hún bjó meðal annars í Japan á árunum 2011-2013 og segir það vera ólíkt öllu því sem hún hafði áður kynnst.
„Ég spilaði þar í sinfóníuhljómsveit, eftir að hafa unnið prufuspil fyrir hljómsveitina sem fram fór í London. Þannig er ráðið í hljómsveitarstörf, maður þarf að sýna sitt besta með því að spila örstutt fyrir dómnefnd, oftar en ekki bak við tjald,“ segir Melkorka og bendir á að slíkt ráðningarferli sé gerólíkt því þegar ráðið er í önnur störf. Henni hafi t.d. fundist viðtölin í Hörpu töluvert afslappaðri.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .