Heimilistækja-samstæðan hagnaðist um 274 milljónir króna árið 2022 og dróst hagnaður saman um 207 milljónir frá fyrra ári. Rekstrartekjur námu 6,9 milljörðum árið 2022 og drógust saman um 384 milljónir frá fyrra ári.
Auk samnefndrar verslunar eru Tölvulistinn, Rafland, Byggt og Búið og Att hluti af samstæðunni. Auk þess bættist heildverslunin Ásbjörn Ólafsson við samstæðuna árið 2022 er Heimilistæki keyptu heildsöluna af fjölskyldu stofnandans. Yfirtökudagur var 1. nóvember 2022 og er rekstur heildsölunnar meðtalinn í samstæðu frá þeim tíma í ársreikningi.
Eignir samstæðunnar námu 3,8 milljörðum í lok árs 2022, skuldir 2 milljörðum og eigið fé 1,8 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var því 46,7% í lok árs 2022.
Stjórn félagsins lagði til að 120 milljónir króna yrðu greiddar í arð til hluthafa á síðasta ári. Hreinn Hlíðar Erlendsson á Heimilistækja-samstæðuna ásamt Ólafi Má, Birki Erni og Hlíðari Þór Hreinssonum en hver um sig á fjórðungshlut í samstæðunni.