Hlutabréfaverð sænska fasteignafélagsins Heimstaden féll um meiri en 30% í fyrstu viðskiptum í dag.
Félagið birti ársuppgjör í morgun og tilkynnti m.a. að það hygðist ekki greiða út arð til að koma í veg fyrir frekari lækkun á lánshæfismati sínu hjá S&P Global Ratings.
Heimstaden er stærsta leigufélag Evrópu með yfir 160 þúsund íbúðir í leigu en félagið hefur félagið hefur verið að selja eignir samhliða er til skoðunar að gefa núverandi hluthöfum áskriftarréttindi á afsláttarkjörum til að verja lánshæfismatið.
S&P lækkaði lánhæfismat Heimstaden í BBB- sem er lægsta lánshæfiseinkunin í fjárfestingaflokki.
Í uppgjörinu segir að félagið hafi selt fasteignir fyrir um 117 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar um 16,1 milljörðum íslenskra króna í fyrra en til stendur að selja enn meira í ár.
Ákvörðun félagsins um að fara í hlutafjáraukningu með því að bjóða núverandi hluthöfum áskriftarréttindi gæti reynst erfitt þar sem sænski lífeyrissjóðurinn Alecta, einn stærsti hluthafi Heimstaden, vill endursemja hluthafasamning áður en frekari hlutafjáraukning eigi sér stað, samkvæmt Bloomberg.
En fjárfesting Alecta í Heimstaden er enn til rannsóknar hjá sænska fjármálaeftirlitinu.