Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa haldið í sér andanum í allan dag vegna yfirvofandi yfirlýsingar Jerome Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna.
Þegar yfirlýsingin kom þá lækkuðu hlutabréfin hressilega. Powell sagði að seðlabankinn væri tilbúinn að hækka vexti enn frekar.
Nasdaq lækkaði um 3,94%, S&P lækkaði um 3,37% og Dow Jones lækkaði um 3,03%.