Hluta­bréf í húð­vöru­keðjunni L'Occita­ne hafa hækkað um tæp 10% í dag eftir að fregnir bárust um að milljarða­mæringurinn og meiri­hluta­eig­andinn Rein­old Geiger ætlar að af­skrá fé­lagið af markaði.

Geiger á um þriðjung allra hluta­bréfa fyrir­tækisins sem skráð í kaup­höllina í Hong Kong en hann vinnur nú að því að kaupa allt hluta­fé fé­lagsins.

L'Occita­ne er með yfir 3000 verslanir í 90 löndum, meðal annars á Ís­landi. Yfir 8,500 manns starfa hjá fyrir­tækinu. Gengið hækkaði um 8% í Hong Kong í dag eftir að hafa hækkað um 2% í fram­virkum samningum áður en markaðurinn opnaði.

34 milljarða hagnaður í byrjun árs

L'Occita­ne sam­stæðan, sem inni­heldur einnig húð­vöru­fyrir­tækin Elemis og Er­borian, hagnaðist um 34 milljarða á fyrstu mánuðum ársins sam­kvæmt upp­gjöri frá 31. mars.

Sam­kvæmt Bloom­berg er Geiger að kaupa hluta­féð á 35 Hong Kong dali á hlut en gengið stendur í 27 HK dölum eins og er. Ef það reynist rétt er markaðs­virði fyrir­tækisins um 6,5 milljarðar dala sem sam­svarar rúm­lega 859 milljörðum ís­lenskra króna.

Í til­kynningu til verðbréfaeftirlitsins hafna L'Occita­ne þó að kaup­verðið sé svona hátt ef það verður af samningnum án þess þó að gefa upp ná­kvæmt kaup­verð á hlut. Fyrirtækið segir þó að kauverðið yrði aldrei undir 26 HK dölum.