Eftir öflugan nóvember­mánuð hafa hluta­bréf í Banda­ríkjunum byrjað desember á smá lægð. Það breyttist þó í gær en enn og aftur eiga tækni­fyrir­tækin vestan­hafs stóran þátt í að hífa hluta­bréfa­vísi­tölur upp á við.

S&P 500 vísi­talan hækkaði um 0,8% í gær, Nas­daq vísi­talan, þar sem tækni­fyrir­tækin eru þunga­miðjan, hækkaði um 1,4% á meðan Dow Jones hækkaði um 0,2%.

Af skráðum fé­lögum S&P 500 vísi­tölunnar hækkaði Advanced Micro Devices (AMD) lang­mest eftir að fé­lagið til­kynnti að Meta, Micros­oft og Orac­le væru öll að ljúka við eða hafa lokið við kaup­samninga um nýta ör­flögur fyrir­tækisins.

Gengi AMD hækkaði um tæp 10% á Nasdaq í gær.

Tæknirisarnir halda áfram að hækka

Hluta­bréf í Alp­habet, móður­fé­lagi Goog­le, hækkuðu um 5% í gær eftir að síðar­nefnda fé­lagið kynnti nýja gervi­greind sem verður að­gengi­leg fyrir al­menning í byrjun næsta árs.

Hluta­bréf Amazon og Meta hækkuðu bæði meira en 1,5% á meðan gengi Nvidia, sem hefur hækkað um 226% í ár, fór upp um 2,4% í gær.

Lækkandi á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa vestan­hafs er einnig að hafa já­kvæð á­hrif á hluta­bréfa­markaðinn en krafan á tíu ára skulda­bréf fór niður í 4,121% en hún var yfir 5% í lok októ­ber.

Að mati The Wall Street Journal eru fjár­festar að veðja á að vaxtar­hækkunar­ferli seðla­bankans sé lokið.

S&P 500 vísi­talan hefur hækkað um 19% á árinu.