Fjögur systkini eru á lista Viðskiptablaðsins yfir 100 hæstu fjármagnstekjurnar árið 2021. Systkinin fjögur, þrír synir og dóttir hjónanna Guðmundar Inga Guðmundssonar og Kristínar Pálsdóttur, seldu hlut sinn í útgerðarfélaginu Huginn ehf. í janúar í fyrra. Kaupandinn var Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum. Kaupverðið var sagt trúnaðarmál þegar viðskiptin fóru fram.
Guðmundur Ingi hóf útgerð árið 1959 ásamt Óskari Sigurðssyni. Guðmundur Ingi eignaðist allt félagið árið 1968. Fjölskyldan seldi SR Mjöl hlut í félaginu árið 2001 en keyptu hann til baka, þá um 45% hlut, árið 2005.
Árið 2005 seldi fjölskyldan Vinnslustöðinni 43% hlut á 605 milljónir króna samkvæmt tilkynningu sem Vinnslustöðin sendi til kauphallarinnar. Söluverðið eru 1.382 milljónir á núverandi verðlagi sem þýðir að heildarvirði Hugins árið 2005 var 3,2 milljarðar króna. Í lok ársins 2005 nam eignarhlutur Vinnslustöðvarinnar 48% og var óbreyttur fram að kaupunum í fyrra.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði