Hopp Reykjavík hefur opnað á Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti og stækkar þjónustusvæði sitt út í öll hverfi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Þjónustusvæði Hopp Reykjavíkur nær nú yfir 70 ferkílómetra, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.
Þá er næsta kynslóð rafskúta lent hjá Hopp Reykjavik. Nýju skúturnar eru sagðar þurfa minna viðhald ásamt því að hafa betri jafnvægispunkt.
Í tilkynningunni segir að frá og með deginum í dag verður hægt að hoppa á Vík, Húsavík, Höfn, Blönduósi og Ísafirði. Einnig séu Akureyri, Vestamannaeyjar, Akranes, Borgarnes, Reykjanesbær og Grindavík að uppfæra flotana sína og fá inn næstu kynslóð af rafskútum.

Hopp-rafskúta af nýjustu kynslóðinni.