Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segir að fyrirtækið ætli að opna af fullum krafti fyrir leigubílaþjónustu sína á morgun. Þetta kemur fram í viðtali Sæunnar í Dagmálum en þar segir hún að fyrirtækið sé komið með 50 bílstjóra sem hyggist aka undir merkjum fyrirtækisins.
Hopp er að veðja á að mikil eftirspurn sé eftir þjónustu með notendavænu viðmóti en fyrirkomulagið mun svipa til sambærilegrar þjónustu erlendis. Notendur geta gefið ökumönnum einkunn fyrir veitta þjónustu og það sama gildir um bílstjóranna.
Fyrirtækið hefur prófað hugbúnað þann sem liggur að baki þjónustunni síðastliðna viku. Sæunn segir að með þjónustunni megi lækka verð neytenda
„Þetta snýst um notandann. Það er hann sem þarf ferðina. Eins og þetta hefur verið þá er erfitt að fá leigubíl, það er ekkert leyndarmál, og þá er það það eina sem við getum gert að hoppa inn á þennan markað og auka öryggi, gæði, gagnsæi og framboð,“ segir Sæunn í samtali við dagmál.