Sæunn Ósk Unn­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Hopp Reykja­vík, segir að fyrir­tækið ætli að opna af fullum krafti fyrir leigu­bíla­þjónustu sína á morgun. Þetta kemur fram í við­tali Sæunnar í Dagmálum en þar segir hún að fyrir­tækið sé komið með 50 bíl­stjóra sem hyggist aka undir merkjum fyrir­tækisins.

Hopp er að veðja á að mikil eftir­spurn sé eftir þjónustu með not­enda­vænu við­móti en fyrir­komu­lagið mun svipa til sam­bæri­legrar þjónustu er­lendis. Not­endur geta gefið öku­mönnum ein­kunn fyrir veitta þjónustu og það sama gildir um bíl­stjóranna.

Sæunn Ósk Unn­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Hopp Reykja­vík, segir að fyrir­tækið ætli að opna af fullum krafti fyrir leigu­bíla­þjónustu sína á morgun. Þetta kemur fram í við­tali Sæunnar í Dagmálum en þar segir hún að fyrir­tækið sé komið með 50 bíl­stjóra sem hyggist aka undir merkjum fyrir­tækisins.

Hopp er að veðja á að mikil eftir­spurn sé eftir þjónustu með not­enda­vænu við­móti en fyrir­komu­lagið mun svipa til sam­bæri­legrar þjónustu er­lendis. Not­endur geta gefið öku­mönnum ein­kunn fyrir veitta þjónustu og það sama gildir um bíl­stjóranna.

Fyrir­tækið hefur prófað hug­búnað þann sem ligg­ur að baki þjón­ust­unni síðast­liðna viku. Sæunn segir að með þjónustunni megi lækka verð neyt­enda

„Þetta snýst um not­and­ann. Það er hann sem þarf ferðina. Eins og þetta hef­ur verið þá er erfitt að fá leigu­bíl, það er ekk­ert leynd­ar­­mál, og þá er það það eina sem við get­um gert að hoppa inn á þenn­an markað og auka ör­yggi, gæði, gagn­­sæi og fram­­boð,“ segir Sæunn í sam­tali við dag­mál.