Kínverska fjarskipta- og símafyrirtækið Huawei er nýr styrktaraðili viðskiptahraðalsins Startup SuperNova. Huawei gengur til liðs við Nova sem styrktaraðili hraðalsins en Nova hefur verið aðalstyrktaraðili hans frá stofnun.

„Tækifærin sem liggja hjá íslenskum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum eru gríðarleg en einmitt þess vegna ákváðum við að koma að Startup SuperNova í ár. Við vonumst til þess að þekking okkar og reynsla komi þátttakendum að notum og við hlökkum til að miðla hugmyndum áfram á alþjóðlega markaði,“ segir Beatriz Garcia Martinez, samskiptasérfræðingur hjá Huawei.

KLAK – Icelandic startups er framkvæmdaaðili hraðalsins og segir markmiðið með innkomu Huawei vera að gera KLAK kleift að undirbúa sprotafyrirtæki enn betur fyrir það að skala starfsemina á alþjóðamarkað.

Kínverska fjarskipta- og símafyrirtækið Huawei er nýr styrktaraðili viðskiptahraðalsins Startup SuperNova. Huawei gengur til liðs við Nova sem styrktaraðili hraðalsins en Nova hefur verið aðalstyrktaraðili hans frá stofnun.

„Tækifærin sem liggja hjá íslenskum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum eru gríðarleg en einmitt þess vegna ákváðum við að koma að Startup SuperNova í ár. Við vonumst til þess að þekking okkar og reynsla komi þátttakendum að notum og við hlökkum til að miðla hugmyndum áfram á alþjóðlega markaði,“ segir Beatriz Garcia Martinez, samskiptasérfræðingur hjá Huawei.

KLAK – Icelandic startups er framkvæmdaaðili hraðalsins og segir markmiðið með innkomu Huawei vera að gera KLAK kleift að undirbúa sprotafyrirtæki enn betur fyrir það að skala starfsemina á alþjóðamarkað.

„Það er mikið ánægjuefni fyrir KLAK að vinna með svona sterkum samstarfsaðilum. Nova hefur stutt dyggilega við Startup Supernova frá því að hraðallinn var stofnaður árið 2020 og það er ánægjulegt að fá nú inn annan öflugan aðila eins og Huawei sem bakhjarl,“ segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK-Icelandic Startups.

Í tilkynningu segir að aðkoma Nova og Huawei að verkefninu mun gera KLAK kleift að bjóða sprotum þátttöku í sex vikna viðskiptahraðli án endurgjalds og auðveldar þannig frumkvöðlum að gera hugmyndir sínar að veruleika og eykur sjálfbæra verðmætasköpun Íslands.

„Í fyrra bárust 56 hugmyndir og því ekki annað hægt að segja en að íslensk sprotafyrirtæki séu að sækja í sig veðrið hér á landi. Við hjá Nova erum mjög spennt að sjá hvað kemur upp úr krafsinu í ár og hlökkum til að aðstoða sprotafyrirtækin við að koma hugmyndum sínum á framfæri,“ segir Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Nova upplifunar.