Hollenska fyrirtækið Topicus.com hefur náð samkomulagi um kaup á íslenska-hollenska hugbúnaðarfyrirtækinu Five Degrees, sem var stofnað af Birni Hólmþórssyni og Martijn Hohmann árið 2009. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Topicus er móðurfélag Total Specific Solutions (TSS) sem keypti DK hugbúnað árið 2020. Þá er Topicus hluti af kanadísku samstæðunni Constellation Software Inc. sem er skráð í kanadísku kauphöllina. Samstæðan hefur eignast yfir 500 hugbúnaðarfyrirtæki í gegnum tíðina sem eru mörg rekin áfram sem sjálfstæðar einingar.

Five Degrees þróar bakvinnslukerfi fyrir banka og önnur fjármálafyrirtæki og leggur áherslu á sjálfvirknivæðingu bankaferla og reikningakerfa. Fyrirtækið keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Libra árið 2018, sem hafði þróað lausnir á sviði lána- og verbréfaumsýslu.

„Five Degrees hefur vaxið hratt undanfarin ár en við teljumst þó vera meðalstórt fyrirtæki í þessum geira. Núna verðum við hluti af stórri einingu og getum þá notað okkar kerfi og íslenskt hugvit til þess að keppa við stóru aðilana á markaðnum. Við erum fara í úrvalsdeildina ef svo má segja,“ segir Björn í samtali við Viðskiptablaðið.

Hátt í hundrað manns starfa hjá Five Degrees á Íslandi, bæði í Kópavogi og á Akureyri, en bróðurparturinn af þróunarvinnu fyrirtækisins fer fram hér á landi. Five Degrees er einnig með skrifstofur í Amsterdam, Lissabon og Novi Sad.

Five Degrees á Íslandi aðskilin eining

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði