Sam­kvæmt The Wall Street Journal er verð­bólgan orðin sýni­leg í Hamptons, vin­sælasta sumar­dvalar­stað efnaðra Banda­ríkja­manna.

„Ég var í upp­námi þegar ég keypti tvo tómata á tuttugu dali,“ segir Tita Loyek, sam­fé­lags­miðla­stjarna sem eyddi ný­verið fríi sínu í Hamptons með maka sínum sem vinnur hjá fjár­festinga­banka vestan­hafs. Sam­svarar það um 1.380 krónum fyrir einn tómat.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er verð­bólgan orðin sýni­leg í Hamptons, vin­sælasta sumar­dvalar­stað efnaðra Banda­ríkja­manna.

„Ég var í upp­námi þegar ég keypti tvo tómata á tuttugu dali,“ segir Tita Loyek, sam­fé­lags­miðla­stjarna sem eyddi ný­verið fríi sínu í Hamptons með maka sínum sem vinnur hjá fjár­festinga­banka vestan­hafs. Sam­svarar það um 1.380 krónum fyrir einn tómat.

Banda­ríski við­skipta­miðillinn fór á stúfana og fór yfir verð­hækkanir á mat­vöru í Hamptons en þar er til að mynda hægt að finna Guaco­mo­le fyrir 29 dali eða 4000 krónur og kjúk­linganagga með Chi­pot­le-majónesi fyrir 35 dali eða 4.800 krónur.

Hins vegar hefur humar­salatið sem fæst í Red Hor­se Market mat­vöru­versluninni í austur­hluta Hamptons vakið mesta at­hygli.

Humarsalatið í Red Horse Market
Humarsalatið í Red Horse Market

Eitt pund af humar­salati, sem eru um 450 gr, kostar 120 dali eða um 16.554 krónur.

„Ef þú hélst að hlutirnir gætu ekki orðið dýrari í Hamptons, þá, jæja, þeir urðu það,“segir Barbara Kavo­vit, sjón­varps­stjarna, rit­höfundur og fyrir­tækja­eig­andi á Tiktok.