Umræðan um lækkun stýrivaxta snýr aðallega að verðlagi eða verðáhrifum, s.s. hver áhrif verðlagningar smásala eða útfærsla skattaálagningar á bifreiðaeigendur eru á verðbólgu. Seðlabanki Íslands og peningastefnunefnd hans hafa það hlutverk að taka tillit til slíkra skammtímalausna þegar horft er til umsvifa í hagkerfinu. Hans helsta verkfæri til þess er svokallað þjóðhagslíkan sem hann nýtir við gerð þjóðhagsspár en í henni kemur meðal annars fyrir vænt þróun verðlags, undirliða hagvaxtar og jafnvægis hagkerfisins.

Umræðan um lækkun stýrivaxta snýr aðallega að verðlagi eða verðáhrifum, s.s. hver áhrif verðlagningar smásala eða útfærsla skattaálagningar á bifreiðaeigendur eru á verðbólgu. Seðlabanki Íslands og peningastefnunefnd hans hafa það hlutverk að taka tillit til slíkra skammtímalausna þegar horft er til umsvifa í hagkerfinu. Hans helsta verkfæri til þess er svokallað þjóðhagslíkan sem hann nýtir við gerð þjóðhagsspár en í henni kemur meðal annars fyrir vænt þróun verðlags, undirliða hagvaxtar og jafnvægis hagkerfisins.

Brynjar Örn Ólafsson hagfræðingur bendir á að vissulega sé það svo að þróun verðlags eða væntingar um verðlagsþróun hafi einna mest áhrif á peningastefnunefnd við ákvörðun meginvaxta, enda beri bankanum að hafa verðbólgumarkmið samkvæmt lögum. Aftur á móti búi meira að baki en að horfa eingöngu til þess hvaða verðlagningar smásöluaðilar grípa til undan þrýstingi eða hvaða skattbreytinga yfirvöld grípa til. „Fyrst og fremst er horft til hagsveiflunnar og hvar peningastefnunefnd bankans telur hagkerfið vera statt innan hennar.“

Þjóðhagslíkan bankans bregðist hraðast við verðbólguþróun hvað vaxtaákvarðanir varðar. Til dæmis, ef horft sé til nýjustu spár bankans í nýútkomnum Peningamálum sýni líkanið að vextir muni fara lækkandi frá og með áramótum og verða að meðaltali 6,5% á næsta ári. Líkanið sýni jafnframt að ef verðbólga reynist um 1 prósentustigi minni á næsta ári en spá bankans gerir ráð fyrir muni vextir verða um 0,9 prósentustigi lægri á næsta ári og um 1,5 prósentu lægri árið 2026.

Samspil vaxta og fjölda ferðamanna

Að beinum verðáhrifum frátöldum hvaða breytingar í meginþáttum hagkerfisins geta orsakað vaxtabreytingar?

„Þættir einkaneyslu og fjármunamyndunar hafa innflutning sem fylgifisk eða mótbókun sem temprar áhrif þeirra á framleiðsluspennu eða þenslu hagkerfisins. Áhrif útflutnings geta verið umtalsverð en á móti eru uppi skiptar skoðanir um hversu mikil áhrif meginvextir Seðlabankans eiga að hafa á útflutningsframleiðslu. Honum er þó útflutningur eða ytri áhrif hans umhugaður líkt og vaxtalækkanir frá og með byrjun árs 2020 sýndu. Útflutt ferðaþjónusta hefur verið einn helsti drifkraftur hagvaxtar undanfarin 10 ár,“ útskýrir Brynjar.

Í núverandi spá er gert ráð fyrir að 2,2 milljónir erlendra ferðamanna muni koma til Íslands á þessu ári, sem er nær sami fjöldi og kom til landsins í fyrra. Á meðfylgjandi grafi má sjá uppsafnaðan fjölda ferðamanna það sem af er ári samanborið við síðasta ár og metárið 2018. Brynjar bendir á að til að spáin gangi upp fyrir  líðandi ár þurfi ferðamönnum að fjölga um tæplega 2% á hverjum mánuði fram að áramótum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.