Góður hóp fólks gerði upp árið sem er að líða í Áramótum tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.
Birgitta Haukdal, tónlistarkona og rithöfundur
Viðburður ársins?
Á erfitt með að velja á milli tónleika Írafárs í Eldborg, tvöfaldrar platínuplötu eða Idol. Er ég upptekin af sjálfri mér og því sem ég er að gera? Svarið er já.
Hneyksli ársins?
Að mati barnanna klárlega að Reykjavíkurdætur hafi ekki unnið söngvakeppnina. Hvaða rugl er það annars að HM skuli vera haldið í Katar?
Frétt ársins?
Ég man ekki hvort það var í ár frekar en í fyrra þar sem það kom fyrirsögn á DV og á Vísi að Birgitta Haukdal væri með góðar hægðir. Klárlega frétt aldarinnar að mati undirritaðrar.

Klisja ársins?
Búin að sitja allt of lengi við þessa spurningu og reyna að finna pirrandi klisju. Það kemur ekkert til mín og hef ég ákveðið að sitja ekki lengur í þessari neikvæðu hugsun og láta þar við sitja.
Bömmer ársins?
Þegar njálgurinn kom aftur upp í barnaskólanum. Of persónulegt? Nei bara lífið.
Hetja ársins?
Afi varð 90 ára á árinu og mamma og pabbi áttu 45 ára brúðkaupsafmæli og eru þau öll hetjur í mínum augum.
Óvænt ánægja ársins?
Mér þótti ótrúlega vænt um að fá viðurkenningu sem heiðurslistamaður Garðabæjar í ár.
Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, texta- og hugmyndasmiður
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði