Fjárfestingafélagið Altimeter Capital sendi í vikunni opið bréf á Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, þar sem það hvetur forstjórann til að skera niður kostnað með því að segja upp hluta af starfsfólki sínu og setja minna púður í þróun sýndarveruleikaverkefnisins Metaverse.
Í bréfinu hvetur Brad Gerstner, forstjóri Altimeter Capital, Zuckerberg til að straumlínulaga rekstur Meta til að stemma stigu við frekari lækkun gegni hlutabréfa félagsins.
Gengi Meta hefur lækkað um meira en 50% á síðasta eina og hálfa árinu og hefur fyrir vikið 600 milljarðar dalar af markaðsvirði þess þurrkast út.