Gerður segir að mikilvægt sé að konur í viðskiptalífinu séu sýnilegar og segir það skipta máli að ungar konur hafi flottar kvenfyrirmyndir. Sjálf segist hún hafa staðið ein á báti þegar að hún hóf rekstur sinn. „Ég vil vera innblástur fyrir aðrar konur til að hefja eigin rekstur eða þora að fara út fyrir kassann og taka þáttí viðskiptalífinu á Íslandi. Fyrstu sex til sjö árin mín í rekstri þá þekkti ég fáar konur í rekstri. Ég var mjög einangruð og vantaði vinkonu sem var að upplifa það sama og ég, hvort sem það voru kjarasamningar eða gengishækkanir. Maður þarf að hafa fyrirmyndir í manns lífi sem hafa gert það sama eða eru að gera það sama svo að maður geti tengt við“ segir Gerður.

Þá er hún virk í félagstarfi FKA og segir að það tengslanet hafi hjálpað henni mikið. „Bæði eru konur þar sem hafa frábæra þekkingu sem ég hef leitað til en einnig hef ég eingast margar góðar vinkonur i gegnum samtökin. FKA er frábær leið fyrir konur í atvinnulífinu til að mynda nýtt tengslanet.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.