Áformuð kaup Myllunnar-Ora ehf. á Gunnars majónesi, sem greint var frá á fyrri hluta síðasta árs, féllu upp fyrir. Þetta segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður Kleópötru Stefánsdóttur, eiganda Gunnars ehf., í samtali við Viðskiptablaðið.

Kleópatra er því áfram 100% eigandi Gunnars ehf. sem framleiðir majónes, sósur og ídýfur. Sala fyrirtækisins kemur þó enn til greina af hálfu Kleópötru og samningaviðræður eru í gangi við áhugasaman aðila að sögn Sævars.

Áformuð kaup Myllunnar-Ora ehf. á Gunnars majónesi, sem greint var frá á fyrri hluta síðasta árs, féllu upp fyrir. Þetta segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður Kleópötru Stefánsdóttur, eiganda Gunnars ehf., í samtali við Viðskiptablaðið.

Kleópatra er því áfram 100% eigandi Gunnars ehf. sem framleiðir majónes, sósur og ídýfur. Sala fyrirtækisins kemur þó enn til greina af hálfu Kleópötru og samningaviðræður eru í gangi við áhugasaman aðila að sögn Sævars.

Fyrirhuguð sala á Gunnars var talsvert í umræðunni í fyrra en Kaupfélag Skagfirðinga náði samkomulagi um kaup á majónesframleiðandanum árið 2022. Samkeppniseftirlitið ógilti hins vegar viðskiptin í byrjun síðasta árs og bar fyrir sig að með kaupum KS á Gunnars hefðu runnið saman tveir af stærstu framleiðendum á majónesi og köldum sósum á Íslandi.

Í kjölfarið var tilkynnt um að Myllan-Ora ehf. hefði náð samkomulagi um kaup á Gunnars majónes. Heimildir Fréttablaðsins hermdu að kaupverðið væri í kringum 600 milljónir króna.

Sævar segir að umræddur kaupsamningur hafi verið gerður með ákveðnum fyrirvörum. Samningsaðilar hafi síðar ákveðið að falla frá viðskiptunum.