„Við komum inn sem minnihlutaeigendur og í stjórn félagsins,“ segir Gunnar Örlygsson, stjórnarformaður og eigandi útflutningsfyrirtækisins IceMar, sem nú hefur keypt hlut í Ísfiski hf. Fiskifréttir greindu fyrst frá .
„Það eru spennandi tímar framundan hjá Ísfisk,“ segir Gunnar og hlakkar til samstarfsins.
Ísfiskur gekk í haust frá kaupum á bolfiskvinnslu HB Granda á Akranesi og hluta af vinnslulínu fyrirtækisins þar. Ísfiskur heldur jafnframt áfram fiskvinnslu sinni í Kópavogi og starfsemin á Akranesi er þegar farin af stað.
„Við horfum á þetta þeim augum að við erum að styrkja hráefnisendann í útflutningi okkar. Fyrirtækið er að fara að auka framleiðslu og mun IceMar leggja lóð á vogarskálarnir í frekari markaðssetningu afurðanna.
Ísfiskur gerir ráð fyrir því að tvöfalda framleiðsluna úr 3.500 tonnum á ári í 7.000 þúsund tonn. Fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 1980.