Í tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, Áramót, sem kemur út á morgun, er farið yfir helstu fréttir ársins í viðskiptalífinu, auk þeirra mála sem mest voru í þjóðfélagsumræðunni. Hér að neðan birtist hluti af umfjölluninni.
Íslandsbankasalan
Sala á 22,5% hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, sem fram fór í lok mars, með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi, var mikið til umræðu á árinu. Sitt sýndist hverjum um söluna og fór það svo að Ríkisendurskoðun var falið að gera stjórnsýsluúttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans til rannsóknar á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Eftir ítrekaðar frestanir skilaði Ríkisendurskoðun loks úttektinni til Alþingis í nóvember. Í úttektinni gagnrýnir Ríkisendurskoðun eitt og annað tengt sölunni en dregur þó ekki í efa að fjárhagsleg niðurstaða söluferlisins hafi verið ríkissjóði almennt hagfelld.
Nýskráningar í Kauphöllina
Gengið var frá fjórum nýskráningum í Kauphöllina á árinu. Ölgerðin reið á vaðið snemmsumars og seldi 29,5% hlut í félaginu í frumútboði fyrir skráningu á Aðalmarkað. Örfáum vikum síðar var Nova skráð á Aðalmarkað að loknu frumútboði þar sem 44,5% hlutur í félaginu var seldur. Alvotech var í lok júní skráð á First North-markaðinn viku eftir að hafa verið skráð í Nasdaq-kauphöllina í New York í gegnum samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition Corp. II. Í byrjun nóvember var svo gengið frá skráningu auðlindafélagsins Amaroq Minerals á First North markaðinn. Alvotech tók svo skrefið af FIrst North yfir á Aðalmarkað í desember.
Umfjöllunin birtist í heild sinni í tímaritinu Áramót, sem kemur út fimmtudaginn 29. desember. Áskrifendur geta lesið annálinn í heild sinni hér.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði