Ríkis­sjóður Ís­lands hefur gefið út kynjað skulda­bréf að fjár­hæð 50 milljónir evra, jafn­virði um 7,5 milljarða króna.

Skulda­bréfin bera 3,4% fasta vexti og voru gefin út til 3 ára.

Ríkis­sjóður Ís­lands hefur gefið út kynjað skulda­bréf að fjár­hæð 50 milljónir evra, jafn­virði um 7,5 milljarða króna.

Skulda­bréfin bera 3,4% fasta vexti og voru gefin út til 3 ára.

Í Kaup­hallar­til­kynningu frá Lána­málum ríkisins segir að skulda­bréfin séu gefin út undir við­auka við sjálf­bæran fjár­mögnunarra­mma ríkis­sjóðs um fjár­mögnun jafn­réttis­verk­efna en ekkert ríki hefur áður gefið út slíkt skulda­bréf.

Um er að ræða einka­út­gáfu til Franklin Templet­on, eins stærsta sjóð­stýringar­fyrir­tækis í heimi. Um­sjón með út­gáfunni var í höndum franska bankans BNP Pari­bas.

„Kynjaða skuldabréfið er spennandi viðbót við sjálfbæra fjármögnun ríkissjóðs en fyrsta græna skuldabréfið var gefið út fyrr á þessu ári. Með því að vera fyrst ríkja til að gefa út kynjað skuldabréf eru íslensk stjórnvöld að nýta leiðandi stöðu okkar í jafnréttismálum á alþjóðavísu og setja mikilvægt fordæmi fyrir önnur ríki með nýrri aðferð við að virkja fjármálamarkaði og opinber fjármál til að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Á vef stjórnar­ráðsins segir að kynjuð skulda­bréf falli undir sjálf­bæra fjár­mögnun, líkt og græn skulda­bréf. And­virði út­gáfunnar verður nýtt til að mæta kostnaði ríkis­sjóðs vegna að­gerða sem stuðla að kynja­jafn­rétti.

„Fyrst og fremst er um að ræða ráð­stafanir sem er ætlað að tryggja konum og kvárum í við­kvæmri stöðu fé­lags­lega þjónustu og við­unandi lífs­skil­yrði og svo ráð­stafanir sem eru til þess fallnar að draga úr byrði kvenna af ó­launuðum heimilis- og um­önnunar­störfum.“