Úrvalsvísitalan hækkaði þriðja daginn í röð í 4,2 milljarða króna veltu í dag. Mesta veltan var með hlutabréf Íslandsbanka sem hækkuðu um 1,7% í 700 milljóna viðskiptum. Gengi bankans stóð í 134,8 krónum á hlut við lokun markaða og hefur aldrei verið hærra frá skráningu bankans í júní 2021.

Fasteignafélagið Reginn hækkaði mest af félögum markaðarins eða um tæplega 6% í 200 milljóna veltu. Gengi hækkaði um 2,9% og rétti þar með aðeins úr kútnum frá lækkun bréfanna seinni partinn í ágúst.

Hlutabréf Ölgerðarinnar, sem voru tekin til viðskipta í júní síðastliðnum, hækkuðu um 1,4% í 133 milljóna króna viðskiptum í dag. Gengi félagsins stóð í 10,75 krónum við lokun Kauphallarinnar og hefur ekki verið hærra frá skráningu. Gengið er nú 20,8% yfir útboðsgengi fyrir almenna fjárfesta í frumútboði Ölgerðarinnar.