Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, segir að þjóðin sín hafi tekið „óundirbúna og hryllilega“ ákvörðun um að gerast aðili að Belti og braut samstarfinu með Kína.

Ítalir gengu í Belti og braut árið 2019 og voru fyrsta þróaða, vestræna hagkerfið til að ganga í samstarfið. Ákvörðunin var á þeim tíma mjög gagnrýnd af nágrannaríkjum Ítalíu og öðrum vestrænum bandamönnum.

Ráðherrann sagði í samtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera að samstarfið hafi lítið gert til að auka útflutning frá Ítalíu og að Kína sæti uppi sem eini sigurvegarinn í samstarfinu.

Belti og braut samstarfið er alþjóðleg fjárfestingaráætlun kínverska alþýðulýðveldisins sem hefur það markmið að tengja efnahagi Kína og Evrópu með því að endurbyggja gömlu „Silkileiðina“, verslunarleið sem notuð var fyrr á öldum til að tengja þessa austur og vestur.

Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, segir að þjóðin sín hafi tekið „óundirbúna og hryllilega“ ákvörðun um að gerast aðili að Belti og braut samstarfinu með Kína.

Ítalir gengu í Belti og braut árið 2019 og voru fyrsta þróaða, vestræna hagkerfið til að ganga í samstarfið. Ákvörðunin var á þeim tíma mjög gagnrýnd af nágrannaríkjum Ítalíu og öðrum vestrænum bandamönnum.

Ráðherrann sagði í samtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera að samstarfið hafi lítið gert til að auka útflutning frá Ítalíu og að Kína sæti uppi sem eini sigurvegarinn í samstarfinu.

Belti og braut samstarfið er alþjóðleg fjárfestingaráætlun kínverska alþýðulýðveldisins sem hefur það markmið að tengja efnahagi Kína og Evrópu með því að endurbyggja gömlu „Silkileiðina“, verslunarleið sem notuð var fyrr á öldum til að tengja þessa austur og vestur.

Undir samstarfinu hafa Kínverjar fjárfest gríðarlegar upphæðir til hinna ýmsu innviðaverkefna út um allan heim. Síðan 2013 hafa kínversk stjórnvöld lánað í kringum 843 milljarða Bandaríkjadali til meira en 13 þúsund verkefna í 165 löndum.

Gagnrýnendur samstarfsins segja að Belti og braut sé í raun ekkert annað en fjárhagslegur Trójuhestur sem hefur það raunverulega markmið að dreifa kínverskum pólitískum áhrifum.

„Það er satt að Kína er samkeppnisaðili, en þjóðin er líka samstarfsaðili“

Ráðherrann sagði að Ítalir þyrftu nú að finna leið til að bakka út úr samstarfinu án þess að skaða samskipti sín við Kína. „Það er satt að Kína er samkeppnisaðili, en þjóðin er líka samstarfsaðili,“ sagði Crosetto.

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur einnig gefið til kynna að hún vilji úrsögn úr samstarfinu og hafa miklar umræður myndast um samstarfið á Ítalíu. Belti og braut samstarfið milli Kína og Ítalíu verður sjálfkrafa endurnýjað í mars 2024 nema Ítalir fari fram á formlega beiðni um annað fyrir desember á þessu ári.

Kínverska utanríkisráðuneytið hefur sagt að Kínverjar og Ítalir ættu að skoða það að efla samvinnu sína undir samstarfinu og hefur Wang Wenbin, talsmaður ráðuneytisins, sagt að báðar þjóðir hafi grætt á samstarfinu. Kínversk stjórnvöld hafa einnig sent háttsetta diplómata til landsins til að reyna sannfæra Ítali um að endurnýja samninginn.