Milljarðamæringurinn og stofnandi Alibaba, Jack Ma, virðist stefna á endurkomu en hann fjármagnaði á dögunum nýtt fyrirtæki, Hangzhou Ma‘s Kitchen Food.
Skráð eigið fé nýstofnaðs félags nemur tíu milljónum kínverskra yuan, eða sem nemur 192 milljónum króna en félag sem er í 99,9% eigu Jack Ma er skráður eigandi. Starfsemi fyrirtækisins felst í sölu á tilbúnum búnaðarvörum en aðrar upplýsingar um fyrirtækið eru af skornum skammti.
Fyrr á árinu sást Ma í fyrsta sinn á opinberum vettvangi í þrjú ár, eða frá því að hann gagnrýndi fjármálaeftirlitið í Kína árið 2020. Nýverið var greint frá því að hann hefði hætt við að selja hlutabréf í Alibaba sem væru hundruð milljóna dala virði eftir að gengi fyrirtækisins féll.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði