Kísilver PCC á Bakka við Húsavík skilaði jákvæðri rekstrarniðurstöðu á öðrum ársfjórðungi. Rekstrarniðurstaðan var þó undir væntingum þýsku samstæðunnar sem tekur þó fram að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi á fjórðungnum. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri PCC SE.
Félagið segir að markaðsverð á kísilmálmi hafi orðið fyrir þrýstingi á fjórðungnum vegna minni eftirspurnar, þar á meðal frá áliðnaðinum sem reiði sig að miklu leyti á bílaiðnaðinn. Auk þess hafi framleiðsla í Kína aukist á ný með tilheyrandi áhrifum á evrópska markaðinn.
Þá hafi væntingar um frekari verðlækkanir dregið úr vilja viðskiptavina frá öðrum markaðssvæðum til að leggja inn stórar pantanir. Á sama tíma hafi kaupverð hrávara, þar á meðal kols, og flutningsverð hækkað skarpt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði