© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Greint var frá þessu á fundi slitastjórnar Glitnis með kröfuhöfum í dag. Kvarnström hefur gegnt lykilstöðum í endurskipulagningu fjölmargra fjármálafyrirtækja og starfaði meðal annars hjá Dresdner Bank og Securum AF. Kvarnström hefur meðal annars lokið meistaraprófi í fjármálastjórnun frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum.
Að loknu nauðasamningsferlinu munu eignir þrotabús Glitnis færast í félag í eigu kröfuhafanna. Meðal eigna í þrotabúinu er 95% hlutur í Íslandsbanka, sem reistur var á rústum Glitnis.
Skipun formannsins er fyrsta skrefið í skipun nýrrar stjórnar fyrir Glitni. Slitastjórnin og óformlegt ráð kröfuhafa komust að samkomulagi í maí síðastliðnum um að skipa nefnd til að velja aðila í umrædda stjórn. Nefndin hefur ráðið til sín erlent ráðgjafafyrirtæki sem leitað hefur hæfra einstaklinga í stöðurnar. Í nefndinni sitja sjö einstaklingar, tveir frá slitastjórn og fimm erlendir aðilar sem áður hafa unnið fyrir kröfuhafa Glitnis.
Auk þess að velja nýja stjórn til að taka við Glitni er nefndinni gert að móta stefnu Glitnis til framtíðar.