Japanski efnahagurinn dróst saman um 0,4% á síðustu þremur mánuðum ársins 2023 milli ára. Niðurstöðurnar komu hagfræðingum á óvart en búist var við að landsframleiðsla myndi aukast um tæplega 1%.

Hagkerfi Japans dróst þá einnig saman um 3,3% á ársfjórðungnum þar á undan og virðast nú Japanir hafa misst stöðu sína sem þriðja stærsta hagkerfi heims.

Japanski efnahagurinn dróst saman um 0,4% á síðustu þremur mánuðum ársins 2023 milli ára. Niðurstöðurnar komu hagfræðingum á óvart en búist var við að landsframleiðsla myndi aukast um tæplega 1%.

Hagkerfi Japans dróst þá einnig saman um 3,3% á ársfjórðungnum þar á undan og virðast nú Japanir hafa misst stöðu sína sem þriðja stærsta hagkerfi heims.

Í október í fyrra spáði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því að Þýskaland myndi líklega taka fram úr Japan og verða þar með þriðja stærsta hagkerfi heims. AGS mun hins vegar ekki breyta röðun sinni fyrr en bæði löndin hafa birt lokatölur sínar.

Í samtali við BBC segir hagfræðingurinn Neil Newman að hagkerfi Japans hafi verið metið á 4,2 milljarða dali árið 2023, samanborið við 4,4 milljarða dala í Þýskalandi.

Veikleiki jensins hefur hins vegar hjálpað til við að hækka hlutabréfaverð hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum Japans þar sem það lækkar verðið á útfluttum vörum eins og bílum og raftækjum.