Áætlaður hagnaður Grænuhlíðar sf. félags Jóhannes Hauks Jóhannessonar leikara, nam um 18 milljónum króna á síðasta ári. Þá var áætlaður launakostnaður félagsins um 17 milljónir króna.
Þetta kom fram í samantekt Viðskiptablaðsins á ríflega 350 afkomuhæstu samlags- og sameignarfélaganna í fyrra.
Útreikningarnir byggja á álögðum tekjuskatti og tryggingagjaldi samkvæmt álagningarskrá lögaðila hjá Skattinum.
Félag Jóhannesar Hauks var í sjötta sæti í flokki lista- og fjölmiðlamanna en úttektin var sundirliðuð á níu atvinnugreinar. Félag Bubba Morthens og Hrafnhildar Hafsteinsdóttur var efst í þeim flokki líkt og sjá má á töflunni hér að neðan.
Jóhannes Haukur hefur á undanförnum árum leikið í fjölda erlendra þáttaraða og kvikmynda á borð við Vikings og Game of Thrones.
Í sætunum fyrir neðan Grænuhlíð voru félög uppistandaranna Sólmundar Hólm og Ara Eldjárns en vænta má að samkomutakmarkanir sökum heimsaldursins hafi sett nokkuð svip á árið hjá þeim.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði