© Aðsend mynd (AÐSEND)
Í tilkynningu kemur jafnframt fram að Íslandsbanki Fjármögnun hefur tekið upp nafnið Ergo. „Ergo sérhæfir sig í fjármögnun bifreiða fyrir einstaklinga, og atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila. Þessi breyting endurspeglar stefnu Íslandsbanka um aðgreiningu á markaði og nýjungar á sviði fjármögnunarþjónustu bankans. Nafnbreytingin mun ekki hafa áhrif á skuldbindingar viðskiptavina við Ergo og mun fjármögnunarþjónustan áfram heyra undir viðskiptabankasvið bankans. Nafnið hefur verið í eigu Íslandsbanka frá árinu 2000 og var áður heiti á verðbréfavef bankans,“ segir í tilkynningu.
„Samhliða breyttu nafni mun Ergo kynna ýmsar nýjungar í starfsemi sinni. Ergo mun bjóða sérkjör á bílalánum til kaupa á orkusparandi bifreiðum og hvetja þannig viðskiptavini til að velja „græna" kosti í bifreiðakaupum. Þá er í bígerð verkefni í samstarfi við Orkusetur þar sem viðskiptavinir munu geta skoðað eyðslu og útblástur bifreiða sinna á vef Ergo, borið saman eyðslu milli tegunda og margt fleira sem skiptir máli við bifreiðaeign. Það verkefni verður kynnt síðar.
Í kjölfarið á breyttu nafni mun Ergo flytja starfsemi sína í nýja fjármálamiðstöð Íslandsbanka að Suðurlandsbraut 14 þann 13. júlí næstkomandi.“