Fiskeldisfélagið Matorka var rekið með 3,3 milljóna evra tapi á síðasta ári, eða sem nemur um 494 milljónum króna. Afkoman var öllu verri árið 2022 en þá nam tap félagsins 6,2 milljónum evra. Rekstrartekjur námu 9,9 milljónum evra og rúmlega tvöfölduðust á milli ára.

Fiskeldisfélagið Matorka var rekið með 3,3 milljóna evra tapi á síðasta ári, eða sem nemur um 494 milljónum króna. Afkoman var öllu verri árið 2022 en þá nam tap félagsins 6,2 milljónum evra. Rekstrartekjur námu 9,9 milljónum evra og rúmlega tvöfölduðust á milli ára.

Hlutafé félagsins var aukið um nærri eina milljón evra í fyrra og stefnir það á frekari hlutafjáraukningu á þessu ári vegna rekstrartruflana sökum skjálftavirkni og til að styðja við frekari vöxt.

Áframeldisstöð Matorku er við Grindavík og ollu jarðskjálftar á svæðinu skemmdum á nokkrum eldistönkum í stöðinni. Í þessum atburði töpuðust 76 tonn af lífmassa vegna leka í einum tanki. Fyrirtækið áformar að gera við skemmdu eldistankana með tjónabótum og ná fullri framleiðslugetu á árinu 2025.

Í árslok voru hluthafar Matorku 37 talsins en sá stærsti var hollenska félagið Aqua-Spark Cooperative UA með 31% hlut. Freyja framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, var næst stærsti hluthafinn með 15% hlut.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.