Birch Capital ehf., félag í eigu auðugrar fjölskyldu frá Singapúr, hefur fest kaup á Skólabrú sem stendur við Pósthússtræti 17 á 350 milljónir.

Birch Capital ehf., félag í eigu auðugrar fjölskyldu frá Singapúr, hefur fest kaup á Skólabrú sem stendur við Pósthússtræti 17 á 350 milljónir.

Seljandi er SK-2009 ehf., félag í eigu Karls Steingrímssonar, sem jafnan er kenndur við Pelsinn.

Fyrir á Birch Capital jörðina Þúfu í Kjós þar sem uppi hafa verið hugmyndur um hótelrekstur og ferðaþjónustu.

Sagt er frá sölunni í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.