Fyrsta eins punda myntin með mynd af Karli III Bretlandskonungi fer í umferð í þessari viku. Tæplega þrjár milljónir mynta hafa verið gefnar út til pósthúsa og banka víðs vegar um Bretlandseyjar.
Myntin markar nýjan valdatíma innan konungsfjölskyldunnar og sýnir meðal annars ást hans á náttúrunni. Á bakhliðinni má finna tvær býflugur.
Gömlu peningarnir með Elísabetu II verða þó enn í umferð og er innleiðing nýju myntarinnar hugsuð til að bregðast við aukinni eftirspurn.
„Það er heiður að afhjúpa eins punda myntina með Karli III konungi. Við vitum að það verður mikil spenna meðal safnara og almennings að fá þetta sérstaka sögustykki í myntina,“ segir Rebecca Morgan, forstöðumaður Konunglegu myntsláttunnar.