Sænska fasteignafélagið Heimstaden AB keypti í dag allt hlutafé í Heimstaden ehf., áður Heimavöllum, af Fredensborg ICE ehf. á 24,9 milljarða króna. Fredensborg AS er fyrir stærsti hluthafi Heimstaden AB með 86,2% og því eru Heimstaden AB  kaupa íslenska félagið af aðaleiganda sínum. Ráðgjafar Heimstaden í viðskiptunum voru BBA//Fjeldco og KPMG á Ísland.

Í tilkynningu félagsins til sænsku kauphallarinnar segir að Heimstaden ehf. sé stærsta fasteignafélag íbúðarhúsnæðis á Íslandi með 1.637 íbúðir, aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Virði fasteignasafnsins var um 55 milljarðar króna í lok mars síðastliðnum. Brúttó leigutekjur safnsins eru 3,7 milljarðar króna og núverandi nýtingarhlutfall er 90%.

Sjá einnig: Hagnaður Heimstaden lækkaði um 24%

Heimstaden var stofnað árið 1998 og sjö árum síðar eignaðist Fredensborg AS félagið. Fredensborg ICE ehf. á í dag 86,2% hlut í Heimstaden AB, samkvæmt hluthafalista dagsettum 31. maí 2021. Heimstaden AB var skráð á sænska First North vaxtamarkaðinn árið 2015.

Fredensborg ICE ehf. tilkynnti um yfirtökutilboð á útistandandi hlutum í Heimavöllum í apríl á síðasta ári. Þegar tilboðsfrestur rann út réði félagið yfir 99,45% hluta í félaginu. Félagið eignaðist loks alla hluti í félaginu um miðjan september sama ár. Heimavellir voru í kjölfarið skráðir af markaði og nafni félagsins breytt í Heimstaden ehf.

Í tilkynningunni segir að frá afskráningu Heimavalla hafi félagið hafið umfangsmikil eignastýringarverkefni, bætt nýjum eignum við eignasafnið og lækkað fjármagnskostnað með endurfjármögnunaraðgerðum. Í lok fyrsta ársfjórðungs var veðhlutfall (e. net loan-to-value) 51%.

Viðskiptablaðið fjallaði um eiganda Fredensborg, norska ævintýramanninn Ivar Tollefsen, fyrir rúmu ári síðan.

Sænska fasteignafélagið Heimstaden AB keypti í dag allt hlutafé í Heimstaden ehf., áður Heimavöllum, af Fredensborg ICE ehf. á 24,9 milljarða króna. Fredensborg AS er fyrir stærsti hluthafi Heimstaden AB með 86,2% og því eru Heimstaden AB  kaupa íslenska félagið af aðaleiganda sínum. Ráðgjafar Heimstaden í viðskiptunum voru BBA//Fjeldco og KPMG á Ísland.

Í tilkynningu félagsins til sænsku kauphallarinnar segir að Heimstaden ehf. sé stærsta fasteignafélag íbúðarhúsnæðis á Íslandi með 1.637 íbúðir, aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Virði fasteignasafnsins var um 55 milljarðar króna í lok mars síðastliðnum. Brúttó leigutekjur safnsins eru 3,7 milljarðar króna og núverandi nýtingarhlutfall er 90%.

Sjá einnig: Hagnaður Heimstaden lækkaði um 24%

Heimstaden var stofnað árið 1998 og sjö árum síðar eignaðist Fredensborg AS félagið. Fredensborg ICE ehf. á í dag 86,2% hlut í Heimstaden AB, samkvæmt hluthafalista dagsettum 31. maí 2021. Heimstaden AB var skráð á sænska First North vaxtamarkaðinn árið 2015.

Fredensborg ICE ehf. tilkynnti um yfirtökutilboð á útistandandi hlutum í Heimavöllum í apríl á síðasta ári. Þegar tilboðsfrestur rann út réði félagið yfir 99,45% hluta í félaginu. Félagið eignaðist loks alla hluti í félaginu um miðjan september sama ár. Heimavellir voru í kjölfarið skráðir af markaði og nafni félagsins breytt í Heimstaden ehf.

Í tilkynningunni segir að frá afskráningu Heimavalla hafi félagið hafið umfangsmikil eignastýringarverkefni, bætt nýjum eignum við eignasafnið og lækkað fjármagnskostnað með endurfjármögnunaraðgerðum. Í lok fyrsta ársfjórðungs var veðhlutfall (e. net loan-to-value) 51%.

Viðskiptablaðið fjallaði um eiganda Fredensborg, norska ævintýramanninn Ivar Tollefsen, fyrir rúmu ári síðan.