Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,4% í ríflega eins milljarðs króna viðskiptum frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Fimmtán af 22 félögum aðalmarkaðarins hafa hækkað í fyrstu viðskiptum dagsins.

Hlutabréf Marels hafa hækkað um meira en 3% í 86 milljóna króna viðskiptum. Gengi félagsins stendur nú í 524 krónum á hlut.

Mesta veltan hefur verið með hlutabréf Íslandsbanka eða nærri 400 milljónir króna en gengi bankans hefur hækkað um eitt prósent og stendur í 131 krónu þegar fréttin er skrifuð. Hlutabréfaverð Arion banka hefur einnig hækkað um 1,7% í 227 milljóna veltu og er nú 177 krónur á hlut.