Hlutabréf í kínverska rafbílaframleiðandanum BYD, eða Build Your Dreams, hækkuðu í vikunni eftir að ársuppgjör fyrirtækisins sýndi fram á tvöfaldan hagnað miðað við sama tímabil í fyrra.

Ársfjórðungsframleiðsla BYD er nú orðin meiri en framleiðsla Tesla og er fyrirtækið nú í öðru sæti á eftir Tesla í sölu rafbíla á heimsvísu.

Hlutabréf í kínverska rafbílaframleiðandanum BYD, eða Build Your Dreams, hækkuðu í vikunni eftir að ársuppgjör fyrirtækisins sýndi fram á tvöfaldan hagnað miðað við sama tímabil í fyrra.

Ársfjórðungsframleiðsla BYD er nú orðin meiri en framleiðsla Tesla og er fyrirtækið nú í öðru sæti á eftir Tesla í sölu rafbíla á heimsvísu.

Velgengni BYD er sagt vera enn eitt dæmi um þann uppgang sem á sér nú stað í kínverska rafbílaiðnaðinum en þjóðin tók meðal annars fram úr Japönum í ár sem stærsti útflytjandi rafbíla heims.

Kínversk stjórnvöld hafa einnig tekið árangrinum fagnandi í ljósi þeirra erfiðra efnahagsaðstæðna sem þjóðin glímir nú við. Stjórnmáladeilur milli austurs og vesturs hafa hins vegar sett ákveðið strik í útflutningsgetu kínverskra fyrirtækja inn á evrópska og bandaríska markaði.

Upprunasaga BYD er einnig frábrugðin að því leytinu til að fyrirtækið var ekki stofnað sem bílaframleiðandi. BYD var stofnað sem rafhlöðufyrirtæki en færði sig svo yfir í það að framleiða bíla. Það naut svo góðs af skattaívilnunum sem kínversk stjórnvöld settu upp fyrir fyrirtæki sem settu endurnýjanlega orku í forgang.

Árið 2008 keypti bandaríski auðjöfurinn Warren Buffet 10% hlut í BYD og sagði að fyrirtækið myndi einn dag vera stærsti aðilinn á alþjóðlegum bílamarkaði sem yrði jafnframt að mestu leyti rafknúinn.