Næstum þriðjungur Íslendinga hefur miklar áhyggjur af því að tollar sem Bandaríkjastjórn er að leggja á hafi neikvæð áhrif á lífskjör á Íslandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnum sem Maskína birti í gær.

Könnun sýnir að 7% hefur mjög miklar áhyggjur af því að tollarnir hafi neikvæð áhrif á lífskjör hér og tæplega 23% hefur fremur miklar áhyggjur. Um 38% svarenda segja áhyggjurnar vera í meðallagi.

Þá segjast ríflega 22% hafa fremur litlar áhyggjur af þessu og tæplega 7% mjög litlar áhyggjur. Tæplega 4% svarenda sögðust engar áhyggjur hafa því að tollar sem Bandaríkjastjórn er að leggja á hafi neikvæð áhrif á lífskjör á Íslandi.

Kjósendur VG hafa mestar áhyggjur

Þegar niðurstöður eru skoðaðar útfrá stjórnmálaskoðunum kemur í ljós að kjósendur VG hafa mestar áhyggjur af áhrifum tolla á lífskjör hér og fylgjendur Miðflokksins minnstar en tæplega 15% þeirra sögðust engar áhyggjur hafa. Konur hafa meiri áhyggjur af áhrifum tollanna en karlar.

Könnun Maskínu fór fram dagana 11. til 22. apríl 2025 og voru svarendur 1.616 talsins.