Fjár­festinga­fé­lagið Ko­hlberg, Kra­vis Roberts, betur þekkt sem KKR, hefur á­kveðið að kaupa úti­standandi hlut í tryggingar­fyrir­tækinu Global At­lantic á 2,7 milljarða dali eða 370 milljarða króna.

KKR á nú þegar ráðandi hlut í fé­laginu en um 37% af Global At­lantic er í minni­hluta­eigu. Fjár­festinga­fé­lagið hyggst greiða fyrir hlutina í reiðu­fé.

Samkvæmt The Wall Street Journalmun fé­lagið ganga frá kaupunum að fullu á fyrsta fjórðungi næsta árs en KKR situr um þessar mundir á 23 milljörðum dala í hand­bæru fé sam­kvæmt síðasta upp­gjöri.

Fyrir­tækið hyggst ráðast í breytingar á Global At­lantic þegar yfir­takan er full­kláruð í von um að auka arð­bærni þess.