Fjárfestingafélagið Kohlberg, Kravis Roberts, betur þekkt sem KKR, hefur ákveðið að kaupa útistandandi hlut í tryggingarfyrirtækinu Global Atlantic á 2,7 milljarða dali eða 370 milljarða króna.
KKR á nú þegar ráðandi hlut í félaginu en um 37% af Global Atlantic er í minnihlutaeigu. Fjárfestingafélagið hyggst greiða fyrir hlutina í reiðufé.
Samkvæmt The Wall Street Journalmun félagið ganga frá kaupunum að fullu á fyrsta fjórðungi næsta árs en KKR situr um þessar mundir á 23 milljörðum dala í handbæru fé samkvæmt síðasta uppgjöri.
Fyrirtækið hyggst ráðast í breytingar á Global Atlantic þegar yfirtakan er fullkláruð í von um að auka arðbærni þess.