Íslenska krónan hefur veikst nokkuð það sem af er degi gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum, samkvæmt upplýsingum frá Landsbanka. Krónan hefur veikst um 0,67% og 0,65% innan dags gagnvart evru og bandaríkjadal, þegar fréttin er skrifuð. Þá hefur hún veikst um 0,63% gagnvart sterlingspundi.
Mest breyting innan dags hefur verið gagnvart nýsjálenskum dal, sem hefur styrkst um 1,53% gagnvart íslensku krónunni. Norska krónan hefur að sama skapi styrkst um um 1,35% gagnvart þeirri íslensku.
Krónan hefur veikst undanfarið en Viðskiptablaðið greindi frá fyrir helgi að gengisvísitala krónunnar hefði lækkað um 0,73% samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands.