Seðlabankastjóri Englandsbanka telur að stýrivextir verði ekki lækkaðir í náinni framtíð þrátt fyrir að verðbólga hafi dregist verulega saman þar í landi í október. Aðilar á fjármálamarkaði höfðu spáð því eftir að verðbólgan fór úr 6,7% niður í 4,6% að stýrivextir, sem standa nú í 5,75%, yrðu lækkaðir hraðar en ella.
Bankastjórinn Andrew Bailey svaraði þeim vangaveltum í viðtali við miðilinn ChronicleLive í Newcastle og sagði að rekja mætti samdrátt verðbólgunnar til hærra orkuverðs í fyrra frekar en minni undirliggjandi verðbólguþrýstings. Umræðan um lækkun vaxta væri ótímabær en lykilatriði væri að ná verðbólgu niður í 2%.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði