Tilnefningarnefnd Marels leggur til að allir sjö stjórnarmenn félagsins verði endurkjörnir á aðalfundi þann 20.‏ mars næstkomandi.

Í skýrslu tilnefningarnefndar kemur fram að eitt af helstu verkefnum nefndarinnar í fyrra hafi verið leit að kandídötum í stjórn félagsins, til að tryggja eðlilega endurnýjun. Eftir ítarlegt valferli fékk nefndin alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki sér til aðstoðar við leit að hæfum frambjóðendum í stjórnina.

Tilnefningarnefnd Marels leggur til að allir sjö stjórnarmenn félagsins verði endurkjörnir á aðalfundi þann 20.‏ mars næstkomandi.

Í skýrslu tilnefningarnefndar kemur fram að eitt af helstu verkefnum nefndarinnar í fyrra hafi verið leit að kandídötum í stjórn félagsins, til að tryggja eðlilega endurnýjun. Eftir ítarlegt valferli fékk nefndin alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki sér til aðstoðar við leit að hæfum frambjóðendum í stjórnina.

Í janúar síðastliðnum ákvað tilnefningarnefndin hins vegar að stöðva leit að nýjum einstaklingum í stjórn Marels í ljósi þess að bandaríska fyrirtækið John Bean Technologies Corporation (JBT) tilkynnti að það hyggist leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í Marel á fyrsta ársfjórðungi 2024.

„Vegna óvissunnar í kringum valfrjálsa yfirtökutilboðið og útkomu þess ferlis, hefur tilnefningarnefndin ákveðið að stöðva leit að nýjum kandídötum í stjórn og leggja til að núverandi stjórnarmenn verði endurkjörnir í stjórn Marels á aðalfundi 2024.“

Eftirfarandi einstaklingar sitja í stjórn Marels:

  • Arnar Þór Másson, stjórnarformaður – setið í stjórn frá árinu 2001
  • Ólafur S. Guðmundsson, varaformaður – tók sæti í stjórninni árið 2014
  • Svafa Grönfeldt, setið í stjórn frá árinu 2021
  • Ástvaldur Jóhannesson, setið í stjórn frá árinu 2014
  • Ton van der Laan, setið í stjórn frá árinu 2019
  • Ann Savage, setið í stjórn frá árinu 2013
  • Lillie Li Valeur, setið í stjórn frá árinu 2020

Tilnefningarnefnd Marels er skipuð af þremur stjórnarmönnum, þeim Arnari Þór, Ólafi og Lillie Li, sem er formaður nefndarinnar. Nefndin fundaði sex sinnum í fyrra.

Töluverður hiti var undir stjórn Marels undir lok síðasta árs, m.a. vegna starfsloka Árna Odds Þórðarsonar sem forstjóra Marels og mikillar lækkunar á hlutabréfaverði félagsins. Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti hluthafi Marels með 3,3% hlut, gagnrýndi harðlega störf stjórnar Marels í opnu bréfi í lok nóvember síðastliðnum.