INVIT var stofnað í upphafi árs 2023. INVIT hefur það meginhlutverk að sameina reynd íslensk innviðafyrirtæki undir einni regnhlíf. Að baki stofnun fyrirtækisins er framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks og teymi Gröfu og Grjót, en síðarnefnt fyrirtæki verður lykilstoð í nýju samstæðunni.
Dótturfélögin munu starfa sjálf stætt undir eigin vörumerkjum. Dótturfélög INVIT eru nú Grafa og Grjót, Steingarður, Austurverk og Undirstaða, en auk þess keypti INVIT starfsemi Snóks Verktaka fyrr á árinu.
Alls starfa um 100 manns hjá samstæðunni og ræður félagið yfir einum nútímalegasta flota vinnuvéla sem fyrirfinnst á Íslandi en hann samanstendur af fleiri en 100 sér hæfðum tækjum af öllum stærðum og gerðum.
Að sögn Guðgeirs Freys Sigurjónssonar, framkvæmdarstjóra INVIT, er stefna fyrirtækisins að festa í sessi þá þekkingu sem skapast hefur í stórframkvæmdum hér á landi og jafnframt að gera innviðafjárfestingar á Íslandi að öruggari valkosti fyrir fjárfesta.
Félög sem stutt eru af INVIT hafa aðgengi að tæknilausnum sem auka yfirsýn og auðvelda skipulag líkt og flotastýringakerfi, verkbeiðnakerfi og verkbókhald. Bestu fáanlegum tækjum hverju sinni sem er svo hægt að deila á milli eininga. Útboðsþekking, reikningagerð, fjárhagsyfirlit og hagfelld kjör á aðföngum og tækjum.
„Við störfum á þremur af megin sviðum þessarar innviðaframkvæmda, en það er öll jarðvegsvinna, efnis- og endurvinnsla og gatnagerð. Með þessu þjónustuframboði okkar getum við tekist á við mörg ólík og krefjandi verkefni í uppbyggingu íslenskra innviða og búið þá undir framtíðina,” segir Guðgeir.
Tilbúin að takast á við kröfur samfélagsins
Að sögn Guðgeirs er sjálfbærni stórt atriði í greininni, en löggjafinn og samfélagið gera sífellt ríkari kröfur til framkvæmdaaðila.
„Til þess að koma til móts við þær kröfur þarf að móta sameiginlega stefnu og leita leiða til þess að minnka umhverfisfótspor fyrirtækja í greininni, auka öryggi starfsfólks og tryggja góða stjórnarhætti. Sameiginlegt móðurfélag getur stutt frekar við dótturfélögin til þess að ná þeim markmiðum.”
Innan INVIT starfa fyrirtækin Grafa og Grjót, Steingarður, Austurverk og Undirstaða. Grafa og Grjót er sérhæft í uppbyggingu innviða. Steingarður er sérhæft í jarðvinnu og hefur verið leiðandi í lagningu ljósleiðara á landinu auk þjónustu við heimlagnir á höfuðborgarsvæðinu.
Austurverk býr yfir mikilli reynslu af allri jarðvinnu og ofanflóðavörnum. Austurverk er staðsett á Egilsstöðum og þjónustar allt Austurland.
Í viðleitni til að draga úr umhverfisfótspori fyrirtækjanna stofnaði INVIT félagið Undirstöðu á vormánuðum. Fyrirtækið sér um alla efnisvinnslu fyrir samstæðuna og hefur það að markmiði að hámarka endur vinnslu og endurnýtingu jarðefna.
„Langtímahugsun er lykillinn í starfsemi INVIT og er því verið að undirbúa félagið og dótturfélög þess til þess að takast á við þær lang tímaáskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í innviðauppbyggingu. Með reyndum stjórnendum, öflugum tækjaflota og fjárfestingum í upplýs ingatækni má festa dýrmæta þekkingu í sessi og auðvelda yfirfærslu þekkingar milli kynslóða” segir Guðgeir að lokum.