Líf­eyris­sjóðir sem eiga hluti í Högum hafa á síðustu vikum krafið for­stjóra fé­lagsins um svör vegna á­kvörðunar fé­lagsins að opna er­lenda net­verslun með á­fengi.

Fyrr í þessum mánuði opnaði ný net­verslun með á­fengi á léninu veigar.eu en um er að ræða sam­starf Hagar Wines og Hag­kaups, þar sem fyrr­nefnda fé­lagið rekur net­verslunina en Hag­kaup annast til­tekna þjónustu, eins og tínslu af lager og af­greiðslu fyrir hönd Hagar Wines.

Sam­kvæmt frétt DV.is er um að ræða Al­menna líf­eyris­sjóðinn, Brú og Lífs­verk.

Líf­eyris­sjóðir sem eiga hluti í Högum hafa á síðustu vikum krafið for­stjóra fé­lagsins um svör vegna á­kvörðunar fé­lagsins að opna er­lenda net­verslun með á­fengi.

Fyrr í þessum mánuði opnaði ný net­verslun með á­fengi á léninu veigar.eu en um er að ræða sam­starf Hagar Wines og Hag­kaups, þar sem fyrr­nefnda fé­lagið rekur net­verslunina en Hag­kaup annast til­tekna þjónustu, eins og tínslu af lager og af­greiðslu fyrir hönd Hagar Wines.

Sam­kvæmt frétt DV.is er um að ræða Al­menna líf­eyris­sjóðinn, Brú og Lífs­verk.

Greint var frá því fyrir helgi að stjórn Brúar lífeyrissjóðs, fjórða stærsta hluthafa Haga með 9,6% hlut, harmi ákvörðun Haga að hefja netsölu á áfangi. Stjórnin sagðist taka undir áskorun breiðfylkingar félaga heilbrigðisstétta til yfirvalda um að bregðast við lýðheilsuógn vegna netsölu áfengis.

Gunnar Bald­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Al­menna líf­eyris­sjóðsins sem á um 1% hlut í Högum, sendi Finni Oddssyni, forstjóra Haga, bréf á dögunum. Þar óskar hann upplýsingum um lögmæti netverslun Hagkaups með áfengi og hvort félagiðhafi lagt mat á því hvort starfsemin uppfylli markmið í sjálfbærnisstefnu Haga um að lýðheilsa sé höfð í fyrirrúmi í starfsemi fyrirtækisins.

Þá segir DV að Jón L. Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Lífs­verks sem á 0,68% í Högum, hafi einnig óskað eftir svörum frá Finni um hvort á­fengis­salan væri í samræmi við stefnu um sam­fé­lags­lega á­byrgð.

Lífsverk segir að Finnur hafi full­vissað sjóðinn um að salan væri í takti við stefnu um sam­fé­lag­lega á­byrgð og væri ekki á skjön við lýð­heilsu­sjónar­mið eða ís­lensk lög eða evrópskar reglur.

Í sam­tali við Við­skipta­blaðið í síðustu viku sagði Finnur að eðli­legt væri að bregðast við aug­ljósri sam­keppni á dag­vöru­markaði og að net­verslun Haga Wines geri miklar kröfur til kaup­enda til að gæta sjónar­miða um að­gengi og lýð­heilsu.

Að hans mati er það enginn vendi­punktur að Hagar Wines, með stuðningi Hag­kaups, á­kvað að taka þátt í sam­keppni á þessum markaði heldur urðu vatna­skil í á­fengis­sölu í fyrra.

Finnur benti á að sam­keppnis­aðili Hag­kaups á Ís­landi, Costco, væri þriðji stærsti smá­sali heims og velti um tí­faldri þjóðar­fram­leiðslu Ís­lands.

Costco er jafn­framt einn allra stærsti sölu­aðili á­fengis í Banda­ríkjunum með til­heyrandi heild­sölu­samninga og því þýðir lítið fyrir ís­lenskan rekstur að sitja hjá og bíða þegar sam­keppnin er af slíkri stærðar­gráðu.

Hann segist einnig fagna því að neyt­endur geri miklar kröfur til Haga og Hag­kaups þegar kemur að sam­fé­lags­legri á­byrgð fyrir­tækisins.

„Þetta sýnir að neyt­endur gera ríkar kröfur til okkar sem smá­sala og að við höfum sam­fé­lags­lega mikil­vægu hlut­verki að gegna. Við erum sam­mála því að það sé full á­stæða til þess að gera auknar kröfur til starf­semi eins og þessarar. Það er af þeim sökum sem við höfum sett strangar reglur og um­gjörð um sölu og fram­setningu á­fengis, m.a. til að stuðla að á­byrgri kaup­hegðun og gæta að sjónar­miðum um lýð­heilsu,“ segir Finnur og bætir við að það sé ein­göngu hægt að kaupa á­fengi í net­verslun Hagar Wines eftir stað­festingu aldurs með raf­rænum skil­ríkjum auk þess sem af­greiðslu­tími sé tak­markaður.

Á­fengi verður jafn­framt ekki til sýnis né í boði í hillum verslana Haga.