Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar (e. Chief Operating Officer), hefur ákveðið að láta af störfum hjá Marel, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Fram kemur að staðan verði í kjölfarið lögð niður og verkefni færist á aðra stjórnendur í fyrirtækinu.

„Linda mun vera stjórnendum innan handar til að tryggja örugga samfellu í yfirfærslu verkefna innan félagsins.“

Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar (e. Chief Operating Officer), hefur ákveðið að láta af störfum hjá Marel, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Fram kemur að staðan verði í kjölfarið lögð niður og verkefni færist á aðra stjórnendur í fyrirtækinu.

„Linda mun vera stjórnendum innan handar til að tryggja örugga samfellu í yfirfærslu verkefna innan félagsins.“

Linda hefur starfað hjá Marel frá árinu 2009, fyrst sem yfirmaður fjárstýringar og fjárfestatengsla þar til hún tók við starfi fjármálastjóra árið 2014 og hefur verið í núverandi starfi frá árinu 2022.

„Ég vil þakka Lindu Jónsdóttur kærlega fyrir hennar mikilvæga framlag á fimmtán ára ferli sínum hjá Marel. Linda hefur verið lykilmanneskja í framkvæmdastjórn félagsins og átt mikilvægan þátt í vexti og framþróun félagsins undanfarin ár. Við hjá Marel óskum henni alls hins besta og farsældar í hennar framtíðarverkefnum,“ segir Árni Sigurðsson, forstjóri Marel.

Á hluthafafundi Íslandsbanka í júlí síðastliðnum var Linda kjörin í stjórn bankans. Hún var jafnframt kjörin stjórnarformaður að tillögu tilnefningarnefndar bankans.